Thelma Björk Friðriksdóttir

Thelma Björk útskrifaðist sem innanússarkitekt frá ISAD Instituto í Mílanó árið 1996. Frá útskrift hefur hún unnið að margvíslegum verkefnum í ráðgjöf og hönnun fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Thelma Björk leggur áherslu á að öll verk endurspegli smekk og þarfir viðskiptavina sinna og leitast ávallt við að rými falli að þörfum þeirra og stíl. Hún er lausnamiðuð og nálgast verkefnin með virðingu fyrir umhverfinu.

Thelmu finnst gefandi að vinna með fólki að sameiginlegri niðurstöðu í skipulagi og stíl.